Aðvörun

Aside

Aðvörun, Aðvörun

Snarfarafélagar búið er að fjarlægja baujuna suður af Viðey og siglingarleiðin hættuleg þeim sem ekki þekkja til.

Mikil óánægja er með þessa aðgerð og ekki mikið öryggi í svona framkomu, þeir hljóta að vera ábyrgir sem fjarlægja baujuna án þess að setja upp bráðabyrgða merkingar.

Ice Rib Challenge

Aside

Nautilus Explorer

Fréttir af Sergio Daví, eftir 44 tíma siglingu frá Grænlandi til Kanada alls 652 sjómílur, slæmur sjór, þoka og ísjakar töfðu för og eðlilega örþreyttur.

____________________________________________________________________________

500 sjómílur á 24 tímum frá Thorshan í Færeyjum til hafnar í Snarfara.

Héðan heldur Sergio Daví til Grænlands, Canada, New York og hefur þá ferðast frá Sikiley á Ítalíu og nú komin til Reykjavíkur.

Eins og fram hefur komið er hann með Suzuki vélar 2×350 og leggur úr höfn með 2700 lítra af eldsneyti í ferðalag sitt á milli áfangastaða.

Lagst að bryggju í Snarfara

ICE RIB CHALLANCE

Link

ICE RIB CHALLANCE 2019

Gestasiglari sem er væntanlegur með viðkomu í Snarfara á leið til New York.

Von er á gesti líklega í lok júlí í sumar, ICE RIB CHALLANCE sem eru á leið sinni frá Ítalíu til Norður Ameríku. Hægt er að fylgjast með bát þeirra, 38 feta RIB BÁTUR með Suzuki vélum 2x350hp. Er nú að gera sig kláran að sigla frá Skotlandi til Færeyja. Smellið hér

Hinrik III

Aside

Hinrik III

Hinrik III er komin í höfn og bjóum við hann velkomin eftir siglingu yfir hafið frá Danaveldi.

Akranes

Link

Írskir dagar á Akranesi 4-7 Júlí.

Snarfarafélagar hafa undanfarin ár fjölmennt á bátum sínum. Vonandi sjá félagar tækifæri og sigla á Akranes og eru félagar velkomnir, siglandi sem akandi. Vefmyndavél á frá höfninni hér

kv Stjórnin