Pub quiz verður að Pub kvöldi

Eins ótrúlegt og það hljómar þá var ekki næg þátttaka í spurningarkvöldið okkar góða núna föstudaginn 8.apríl. Hann er eitthvað daufur keppnisandinn þessa daganna. Við kennum nefnilega spurningarhluta kvöldsins um. En við látum ekki deigan síga við Snarfaramenn og breytum þessu bara í hefðbundin hitting félaga og veigar verða seldar með lítilli álagningu frá kl: 20:00 til 23:30. Kaffi og vatnið í vaskinum ókeypis að vanda sem og kolsýrðir sykurdrykkir, Eitthvað þorstvekjandi á borðum með saltbragði.  Stjórnarmenn þjóna til altaris. Opið hús hvort sem 3 eða 30 eða 300 mæta.  Endilega látið sjá ykkur. Treystum félagsandann 😉

Stjórnin

[powr-rss-feed id=543a27a7_1461852291505]

Comments are closed.