Skemmtibátatryggingar og vöfflukaffi á sunnudaginn

Næstkomandi sunnudag þann 17.apríl milli kl. 14:30 og 15:00 fáum við kynningu á skemmtibátatryggingum. Sérfræðingur frá Vís, Árni Sverrisson mætir og leiðir okkur í allan sannleikann um málið. Hvenær ertu tryggður og hvenær ekki? Hvað felst í þeim, hvað ekki og ýmislegt annað áhugavert. Félagsmenn geta spurt að vild. Hvetjum alla til að mæta og kynna sér helstu atriði skemmtibátatrygginga. Það er oft smátt smáaletrið í tryggingarskjölum og ýmsar bábiljur á sveimi um fyrirbærið. Í framhaldi af þessum 30 mínútna fundi verður þátttakendum boðið upp á heitt rjúkandi kaffi og vöfflur með rjóma og stultu. Frítt að sjálfsögðu og stjórnin sér um vöfflugerðina.

Stjórn Snarfara

VIS_Snarfari_hnappur

Comments are closed.