Viðgerð á félagsheimili

Félagsheimilið er farið að halla ansi mikið til vesturs og nokkuð sigið. Stoðir undir húsi þarf að lagfæra og ekki seinna vænna. Rífa þarf upp gólf á salerni o.fl. og er ætlunin að nota tækifærið og endurgera wc aðstöðu sem er gömul og lúin. Salernisaðstan eftir sem áður opin þó það verði einhverjar tilfæringar á baðherberginu amk nú um helgina.  Minnum svo á vöfflukaffi á sunnudaginn.

Stjórn Snarfara

 

Comments are closed.