Rannsóknir á farleiðum laxaseiða

Ransóknir á farleiðum laxaseiða

Í fyrra fór Hafrannsóknastofnun af stað með rannsóknir á farleiðum laxaseiða um Elliðaárósa. Vegna verkefnisins voru settar út 12 hlustunarbaujur í Elliðaárvog. Á þessu ári er fyrirhugaða að halda áfram með rannsóknirnar við Elliðaárnar auk þess sem einnig verða skoðaðar farleiðir seiða úr Leirvogsá.  Fyrirhugað er að hlustunardufl í Elliðaárvogi verði með sömu staðsetningar (utan siglingaleiða – sjá kort) og árið 2017 og verða duflin auðkennd með rauðum merktum belgjum. Við Leirvoginn verða sett út 6 hlustunardufl (sjá meðfylgjandi kort með staðsetningum). Áætlað er að duflin verði á þessum stöðum frá miðjum maí og fram í lok júlí. Faxaflóahafnir hafa verið upplýstar um duflin og gera ekki athugasemdir.

Comments are closed.