Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni, úr hafnarreglum Snarfara

10.gr
Vagnar, bátar, eða annað dót sem skilið er eftir á svæðinu án tilskilinna leyfa, verða fjarlægðir á kostnað eigenda og seldir fyrir áföllnum kostnaði eða fargað án þess að bætur komi fyrir. Svæði Snarfara ber að halda snyrtilegu og ber félagsmönnum að ganga frá eftir sig. Allt drasl og efni ber að setja í þar til gerða gáma eða fjarlægja af svæðinu.Tankur fyrir spilliefni er við hlið landgangs á þjónustubryggju. Þar skal setja úrgangsolíu og slíkt. Gámur fyrir rafgeyma er fyrir framan skemmu. Annað rusl fer í gám sunnan við skemmu. Norðan við hana er gámur sem ætlaður er sem geymsla fyrir léttabáta (gúmmíbáta) og jullur.

Comments are closed.