Hvar erum við

Við Naustavog er frábær aðstaða til sjóíþrótta og félagsskapar.  Sú aðstaða sem félagsmenn hafa sjálfir komið sér upp á hinu friðsæla landi austan Suðavogs er ekki á vitorði allra Reykvíkinga.  Tala má um “sveit í borginni ” með miklu og fjölbreyttu fuglalífi og einnig þeirri kyrrð sem allir þrá.

  • Góðar flotbryggjur með rafmagni og vatni – allar bryggjur eru upplýstar.
  • Sala eldsneytis og frábær inniaðstaða fyrir félagsmenn.
  • Svæðið er vaktað allt árið.
  • Landstæði fyrir þá sem ekki vilja vera á floti allan tímann.
  • Geymsla fyrir léttabáta
  • Grillaðstaða við félagsheimili,stór garður og margt fleira
  • Bryggja víð Viðey, Þerneyjarprammi með grillaðstöðu, bryggja í Hvammsvík og ból í Flatey. 


Sýna stærra kort

Einnig rekur Snarfari bryggju við Viðey (sunnanmegin), fjótandi pramma við Þerney, bryggju í Hvammsvík í Kjós (þar er rafmagn) og svo ból við Flatey í Breiðarfirði og tvö ból í Elliðaey í Breiðafirði.Þessi aðstaða er félagsmönnum aðgengileg án kostnaðar.

 

Leave a Reply